Wednesday, March 29, 2006

lokaskrif

Jæja þetta er líklegast bara seinasta bloggið mitt hér, en þið getið haldið áfram að lesa blogg frá mér á www.blog.central.is/geldingar

En allavega, það er komin miðvikudagur, og ég er bara orðin nokkuð hress, ég fynn samt að ég ég er búin að vera svakalega dugleg yfir daginn, og orðin þreitt á kvöldin, þá svona vottar fyrir því að ég sé hölt. En ég batna áður en ég gifti mig:)

En ég var að koma af söngvakeppninni í borgó, hún var bara alveg þrælmögnuð. Ég skil bara ekkert í Bjarna, Eggerti og Pétri að skella sér ekki, þeir eru alveg hættir að mæta á allt sem gerist í borgó, segist vera orðnir þreittir á þessu því þeir séu á 3 ári. En það er bara af því þeir eru of cool..hehe þeir fatta ekki að þeir sem eru í alvöru flottir stunda félagstarf..hehe En svona er þetta lið bara. Annars var þetta alveg bara geðveikt góð keppni, margir góðir keppendur, og fullt af liði sem ég þekkti þarna. En eins og kom ekki á óvart ef maður var þarna þá vann hann Syndri, sonur Bjarkar. En vá hvað strákurinn syngur vel, og afar skemmtileg sviðsframkoma. Fólk eginlega bara verður að hafa verið þarna til að skilja hversu skemmtileg það var.

En jamm, eftir söngvakeppnina var ég að labba út í bilinn hans bjarna, (ég fékk bilinn hans af því að minn er upp í sveit og hann fékk minn um helgina) þá var mér svo kalt að ég bara svona ósjálfrátt byrjaði að hlaupa, en það gekk ekki betur en svo, að þegar ég var að taka 3 skrefið í þessum hlaupum mínum, hneig ég bara niður. Vá hvað þetta var vont!!..Það var eins og það hefði verið stundið hníf upp beint á milli hryggjaliðanna eftir mænnunni.. svo þegar ég náði að drattast á lappir og setjast inn í bilinn. þá fann ég svona þvílikan hjartslátt...alveg fyndið að þegar maður meiðir sig einhverstaðar fynnur maður alltaf hjartslátt í sárinu, nema núna fann ég svona líka skemmtilega mikinn hjartslátt í öllu bakinu alla leiðina heim. Þannig núna sit ég hérna, og meiði mig í hvert skypti sem ég anda.. Hvar endar þetta???

En ég ætla að segja frá því að síðast þegar ég bloggaði var ég að tala um að rúna væri algört ólakkans flón, og sagði svo að það yrði skemmtileg að sjá hvernig hárið á mér mundi enda, því jú hún var víst að lita á mér hárið, eða setja ljósar strípur. Það endaði ekki betur en það að ég fékk eginlega bleikar strípur!!!!!..það er reyndar allt að skána núna, en vá hvað þær voru bleikar fyrst, ég vissi bara ekki hvernig ég yrði, reyndar vissi ég að þetta mindi alveg reddast þar sem ég er á listnámsbraut hérna í borgó, og það er víst alveg böns af furðulegu fólki hérna þannig kanski bara í fyrsta skyptið var ég ein af krúinu.

Ég veit ekki alveg hvað eg ætti að skrifa meira, mér líður eginlega bara hálf illa hérna upp í sófa, guð mig kvíðir eginlega bara fyrir að fara að sofa, hvernig ætli ég verði á morgun. Æji þetta er erfitt líf, ég lifi það af:D


Annars langar mig bara að þakka þeim sem nenntu að lesa bloggið mitt og skrifa comment, svem var víst ekki neinn nema hún Elísa. Vonandi bætist úr því. Annars bara endilega kíkið á hitt bloggið mitt, þá kanski sjáiði endann á mínum leiðinlegu óheppni, eða ég vona allavega að það sjái fyrir endann á þessu. Ef ekki þá er bara meira fyrir ykkur að lesa...:)

Saturday, March 25, 2006

Algjör hrakfallabálkur!!

Ég veit ekki hvað er hægt að kalla mig, en lánið er ekki alveg að leika við mig.

Ég er búin að öll að hressast og farin að gera svona nánast allt sem mig langar til, reyndar er enþá vont að gera suma hluti eins og að taka og setja í þvottavélina en svona er bara þetta líf. En svo þegar ég er alveg svona líka kát, svaf alveg ágætlega út í morgun, eldaði svo pítsu í hádegismat. Svo skruppum við Bjarni (bróðir minn) til Ella, sem var út í skúr á Sturlu-Reykjum, var víst að fá einhvern bíl á þvílíkt hagstæði verði. Ég lét bjarna út þar, og eftir smá viðveru með þeim skutlaðist ég í borgarnes, eða ég reyndar skutlaðist ekkert, það tekur víst alveg hálftíma akstur. En þegar ég komin í borgarnes og að labba út úr Samkaup, ferðinni var víst heitir í Samkaup að kaupa hárlit því Rúna ætlaði að setja ljósar strípur í mig í kvöld. En svo þegar ég var á leiðinni út, og reyndar til gaman má geta á nákvamlega sama tíma og ég rakst á rúnu missteig í mig líka, þannig að ég féll á gólfið. Ég sem var öll að hressast fékk líka þennan engan smá slink á pakið, og ætlaði aldrei að geta staðið upp, og allt dótið mitt á víð og dreyf um gólfið. Kom þá gamall maður örugglega um áttræðis aldurinn með staf og læti, henti frá sér stafnum, lagðist á fjórar fætur, tókk allt dótið mitt upp og hjálpaði mér á fætur. Mér hefur aldrei liðið jafn asnalega!! og ég komin með þennan líka slatta hausverk, fyrsti dagurinn sem ég ætlaði að sleppa við að taka þessar verkjatöflur alveg, klöngraðist út í bíl og keirði beinustu leið til ömmu, sem ég heima þarna, og tók vænan skamt af verkjatöflum. Beið svo þar, spjallaði aðeins við ömmu og afa, og brunaði svo heim meðan verkjatöflurnar voru enn að virka. Hvurslags óheppni er þetta?
Ég reyndar fór ekki alla leiðina heim til mín, heldur kom ég við á Haukagili, því þar voru Bjarni og Elli, ég var þar í smá tíma, leyfði Bjarna að hafa bílinn, svo hann kæmist heim á eftir og fékk far með ella heim. En þá voru verkjatöflurnar ekki alveg að gera sitt gagn enda um leið og ég kom heim, fekk ég annan skammt, mér sem er alveg mein illa við allar svona töflur, vil helst bara geta slept þeim.
En ég held að ég sé búin að komast að því hvað veldur þessari óheppni minni. Sko sjáiði til, þegar ég var á hestbaki á sunnudaginn var, þá datt ég líka svona illa, þá var ég með henni rúni minni. Svo áðan þegar ég datt, var það á nákvamlega sama tíma og ég sá hana Rúnu. Svo í gær, þá vorum við Bjarni að keira fram á haukagil, hann á willysnum og ég á suparonum, ég þurfti að fara með, svona til vara ef eitthvað skildi koma uppá, eða ef willysinn ætlaði eitthvað að bila, svo Bjarni yrði ekki bara einn einhverstaðar á leiðinni. Svo bilaði stýrisbúnaðurinn hjá honum á leiðinni, og hann keyrði útaf, reyndar alveg á besta stað, en það er alveg sama, bara mjög heppin að velta ekki bílnum og slasa sig. En þannig er að þetta var þarna rétt hjá þar sem Rúna á heima, og hún sá þetta, (hefur liklega ekki farið fram hjá henni þessi líka þvíliku vélarhljóð í bílnum). Þannig ég er nokkuð viss um að það sé hún Rúna mín sem er sökudólgurinn af allri þessari óheppni..:) nei nei segi svona, eða ég vona allavega ekki, því hún er að fara að lita á mér hárið á eftir og það er eins gott að það takist vel.!

Hef eitthvað lítið meira að segja, ætla bara að fara að slappa af.

Thursday, March 23, 2006

öll að ná mér!

Jæja það er komin fimmtudagur..

Fyrir 10 sek. sagði ég svona upphátt, "vá mér líður eins og að hafa komið á 15 tíma vakt í bakinu" og mamma nátturulega þurfti að miskilja það. Hún byrjað að stríða mér á því að nóttin hjá okkur hauki hefur greinilega verið skemmtileg. Ég fór nefnilega í gærkveldi í heimsókn á Skáney, og kom ekkert til baka fyrr en eftir morgunmat, og skemmtilegt spjall við Birnu og Bjarna (foreldra Hauks). Ég kom heim, skellti mér í sturtu og fór út í mötuneiti að borða. Eftir það kom fór ég að læra, og var að læra í nokkra klukkutíma. Skellti mér svo í smá biltúr með Guðbjörgu í Borgarnes að taka bensín, og tókum við svo Bjarna með heim, en hann var víst í einhverju ferðalagi með Kristni kennara, en þeir eru svo góðir vinir.
Eftir það kom ég heim, og var svona nett þreitt í bakinu, auk þess sem ég reyndi að læra eitthvað. Svo um 9 leitið fór ég upp á kleppjárnsreyki að sækja Andrés litla bróðir minn en hann var á einhverri æfingu, og Herdís Ásta fékk far með okkur heim til sín, en hún á heima á næsta bæ.
Ég get alveg sagt það ég svaf alveg ágætlega, og svaf bara hjá hauki í nótt, en er búin að vera ansi dugleg við að hreyfa mig eins og ég á að gera, en þótt ég hafi ekki gert mikið nema að læra heima, og skutlast þetta aðeins í borgarnes, reyndar bara framm og til baka, þá er ég sko að drepast úr þreitu og vanlíðan. Ég skil þetta ekki, mér sem er sagt að því meira sem ég geri því betur á mér að líða, en svona er þetta bara. Bjarni talar ekki um annað en að fyrst ég er svona hress akkuru ég skelli mér ekki bara í skólann, vesta er að þetta er fyrsti dagurinn sem ég er svona hress, samt er ég sko gjörsamlega búin, þótt ég hafi sofið út í morgun, og gert ekkert mikið nema legið uppi í sófa að læra og taka því rólega. Ég veit ekki hvernig ég hefði verið ef ég hefði mætt í skólann klukkan 8 og komið heim klukkan 7 eins og fimmtudagar eru hjá mér. þá væri ég líklega bara dauð, auk þess sem leiklist er bara íþróttir, og ég má hvort sem er ekki fara í íþróttir. En það er betra að ná mér bara alveg, ég er ekkert að bitna á því að mæta ekki í skólann. Ég hef líka verið ansi dugleg að læra, og búin að gera allt sem á að gera í mhl, veit reyndar ekkert hvað þau eru búin að gera í sjl, en ég er alveg inni í lim verkefninu þannig það bitnar ekkert á forföllum mínum.
En ég ætla að taka úr vélinni fyrst mamma var að biðja mig um það, og skríða síðan bara upp í rúm, þetta er fyrsti dagurinn sem ég legg mig ekkert á síðan ég meiddi mig, þannig það er kanski ekki skrítið þótt ég sé alveg búin núna um hálf 11.

Wednesday, March 22, 2006

rúmliggjandi

Ég get sagt ykkur það, að það að lyggja í rúminu í marga daga er það leiðilegasta sem hægt er að gera.!
Ég er samt öll að hressast, er nánast alveg hætt að vera hölt á vinstri fæti, þótt bakið sé heldur að versna, ég vona samt að það sé bara vegna þess að bólgan er að hjaðna. Ég lyfi á parkotín og eitthvað sem byrjar á V en það er bólgueiðandi. Samt soldið böggandi hvað ég fæ í magann af því, ég er nú ekki beint með mikla matarlyst fyrir.
Ég er búin að vera að hreyfa mig alltof lítið, sérstaklega í gær, og búin að vera dugleg að leggja mig. En ég fór samt á spilavist í gærkveldið, og getiði hvað, hann Haukur minn Bjarnasson vann.! Aldrei hefði ég trúað því á hann, en þetta var 3 dagurinn í röð sem hann tekur upp spil, þannig kanski ekki skrítið þótt vel gangi einu sinni. Það var alveg rosalega gaman á spilavist, og ágætt að hitta svona mikið af fólki sem maður hefur ekki séð lengi, og líka bara aðeins til að viðra sig, ég hef verið svo einangruð upp á síðkastið upp í rumi, eða bara ein heima, það eru nátturulega allir í skólanum, nema pabbi, jújú ég heiri svosem í honum hérna inni alltaf talandi í símann. Reyndar vaknaði ég líka við það að pabbi var í hörkusamræðum við símtólið hérna í morgun, vá hvað ég var pirruð, svo leið mér ekkert alltof vel í hausnum og bakinu í þokkabót, þannig ég náði bara í tölvuna mína framm, lokaði mig inni í hjónaherbergi og lagðist í rúmið hans pabba, og byrjaði að reyna að læra eitthvað. Ég er reyndar mjög heppin að vera á þessari braut fyrst ég var að lenda í þessu slisi, ég get nefnilega gert alveg ótrúlega margt bara heima við. Ég þarf reyndar að redda mér e-maili hjá nokkrum kennurum, svo ég geti fengið að vita hvað eigi að gera, ég treysti mér nefnilega ekki til að komaí skólann á mánudaginn og vita bara ekki neitt. Ég er t.d. búin að gera flest verkefnin í mhl sem við eigumað gera, nema þetta próf í dreamweaver en ég tek það þá bara á mánudaginn.
Ég nenni eginlega ekki að skrifa neitt meira, hef eginlega ekkert gert, nema jú ég haltraðist við að strauja skirtuna sem ég fékk að lani hjá frænku minni, ég verð víst að fara að gera mér ferð í borgarnes til að skila henni. Ég lofaði að skila henni á sunnudaginn þegar ég átti leið þar fram hjá, en eina ferðin í borgarnes það kvöldið var heldur leiðinleg ferð, enda endaði ég í reykjavík þá, alls laus, var ekki einu sinni með sko á mér.
En ég hef ekkert meira að segja, þetta er afar innihaldslítið líf hérna sem ég á upp í rúmi þessa vikuna, en ég vonast nú til þess að fara að geta gert eitthvað meira núna næstu dagana.!

Monday, March 20, 2006

Helgin..!

Þetta var ansi hreint mögnuð helgi, þótt hún hafi kanski endað illa og ég ligg hérna hálf lömuð og skökk í rúminu mínu upp í sveit á mánudegi klukkan 3.

Á föstudeginum fór ég strax eftir skóla heim upp í sveit, kom reyndar við hjá ömmu í borgarnesi, og hjá Ástu (konu Andrésar bróðir mömmu) og fékk hjá henni lánaða hvíta skyrtu því ég var að fara að vinna upp á hóteli daginn eftir.
Svo kom ég heim, gerði mig til fyrir góugleðina sem var um kvöldið. Ég var víst búin að bjóðast til að vera driver fyrir hauk, sem er kanski alveg fullkomlega eðlilegt þar sem hann er kærasti minn og ég drekk ekki. En ég fór því upp á skáney þegar ég var búin að taka mig til, og sótti hauk, fór þaðan til krilla, sem er vinur okkar, því þar var smá samkoma fyrir góugleðina. Við héldum svo á góugleði sem var haldin eins og alltaf í brúarási, og Ingimundur gamli körufboltaþjálfarinn minn bættist við sem farðegi í bílinn minn. Það var hörku stuð á góugleði og svakalega góður matur, og má hann jonni egia það að hann er afbragðs kokkur. Eftir matinn
var svo dansað til klukkan 3 og ég tók nokkra dansa við pabba og afa, og nátturulega einhverja fleyri í sveitinni.
En skemmtunin var fljót að líða eins og alltaf þegar er gaman og við haukur vorum komin á skáney og farin að sofa um 4 leitið.
Morguninn eftir tókum við því bara rólega, fengum okkur að borða eftir að haukur kom inn úr hesthúsinu, og spjölluðum við svo við Birnu og Bjarna (foreldra hauks) til klukkan 3 en þá var von á hóp frá einhverju hestafélagi sem var að koma að skoða hesta. Við 4 fórum öll út og allir heilsuðu okkur, það var reyndar soldið asnalegt að standa þarna í flíspeysu frá skáney, og taka í hendina á öllu fólkinu, og reyna að úskýra fyrir þeim að ég ætti ekki heima hérna, heldur væri bara kærasta hauks, en sumir vildu ekki trúa því eins og gengur, því hann er víst nokkrum árum eldri.
Eftir að haukur var búin að sýna hestana sína, og fara á bak á nokkrum, og fór meira að segja á bak á Soloni sínum (sem er einn besti graðhestur landsins) ekki ónýtt að sjá svona myndarlegan mann á svona fallegum hesti. Þegar rútan var farin skelltum við haukur okkur á bak og riðum fram að þjóðavegi og aftur til baka, það var ágætur reiðtúr. Villa systir hauks hafði verið komin heim þegar við komum inn úr hesthúsinu og hafði keypt snúða og eitthvað, sem var ekki ónýtt, og gerðum við góð skil á þeim eftir allt þetta bras. En nú var klukkan farin að ganga 7 og ég þurfti að fara heim í sturtu því ég var víst að fara að vinna á hótelinu, og var búin að lofa að mæta 7. Ég var búin frekar snemma að þjóna, og um 12 leitið var búið að ganga frá öllu og ég fékk að fara heim, enda má ég ekki vera á barnum aðeins 17 ára gömul. Ég hélt því aftur upp á skáney og gisti þar, þótt ég vissi að haukur þurfti að vakna snemma. Enda gerði hann það en ég svaf aðeins lengur. Ég var komin heim til mín á hýrumel um klukkan 10 en haukur þurfti að vakna snemma til að fara að keppa í bridge út á skaga. Ég fór heim, fékk mér að borða, reyndi að læra aðeins en lagði mig síðan.
Um klukkan 4 hálf 5 fékk ég sms um það að rúna væri að fara á hestbak, og spurði mig hvort ég vildi ekki koma með. Ég gat ekki neitað því og var komin út í hesthús klukkan 5. Það gekk ekki betur en svo að þegar ég var rétt komin á bak, (um leið og eg settist á hestinn) byrjaði hesturinn að hrekkja, og skvetti 2 sinnum, og í annað skyptið flaug ég af. Ég átti virkilega erfitt með að standa upp og hreyfa mig og með talsverðum erfiðleikum og einni einni auka menneskju (Brindís koma að hjálpa okkur rúnu) tókst að koma mér inn í bíl og keira mig heim (við fórum á bak á sigmundarstöðum) þar var hringt í lækni og hann vildi fá mig í borgarnes. Ég get sagt ykkur það að sú ferð er ein sú versta sem ég hef farið, vegurinn í borgarfirði er nú ekki alveg sá besti í heimi, og þegar maður er að drepast í mjóhrygg og mjöðm er ekkert grín að keira í pomsum. Læknirinn í borgarnesi sendi mig með sjúkrabíl til reykjavíkur og mamma fylgdi með á eftir á bílnum sínum. Þetta gekk allt vel þarna á fossvogi, og var ég komin úr myndatöku um 9 leitið. ég var ekki brotin, sem betur fer, heldur illa tognuð á baki og mjöðm og mjög bólgin. Ég fékk eitthvað þvílíkt bólgueyðandi og verkjastillandi lyf beint í vöðva og var eins og uppdópuð á leiðinni heim. Ég þessi manneskja sem hef aldrei smakkað áfengi né nokkurskonar vímugjafa var alveg á rassgatinu. En það var ágætt, ég steinsofnaði í bílnum á leiðinni heim, og gat alveg sofið til klukkan 12 í dag. Núna held ég mér gangandi á verkjalifum. Ég er talsvert betri í mjöðminni, ekki nærri jafn hölt og í gær, en bakið er heldur verra, enda búið að styrna upp.

Ég vona bara að ég geti farið að hreyfa mig eitthvað bráðum, hundleðinlegt að vera svona föst. En ég hef eitthvað lítið að segja, býst ekki við því að koma í bæinn neitt alveg strax, allavega ekki fyrr en ég er farin að geta hreyft mig almennilega.

Friday, March 17, 2006

..:)

Fimmtudagurinn gekk afar venjulega fyrir sig.
Ég vaknaði klukkan 8 og hélt af stað í Lim203, gerði index síðu um Torfa Agnarsson því við erum að fjalla um hann. Eftir það fór ég heim, því ég er víst í löngu gati frá 9:30 til 13:20.
Ég eiddi þessu gati mínu í ekki neitt. Hékk bara heima að dútlast eitthvað við tölvuna.
Ég reyndar bjó til svolítið góðan mat í hádeginu, ég er reyndar ekki mikið hrifin af fiski en þetta var ágætt og fljótlegt. Ég og bróðir minn erum nefnilega bæði úr sveitaskóla og erum vön að fá alltaf bara heitan mat í hádeginu ólíkt flestum reykvíkingum. Þannig við förum alltaf heim í hádegismatnum og eldum mat, sem getur reyndar verið ervitt því við höfum aðeins 40 mín. í mat, en það þýðir bara að vera vel skipulagður.

Eftir þenann gómsæta fiskrétt fór ég í íslensku það var alveg ágætt, vitiði ég held ég mér sé farið að fynnast bara ekkert leiðinilegt í skólanum núna, mér fanst svo oft leiðinlegt í grunskóla, og í fyrra í ensku, en ég hef bara ekki fundið fyrir þvi á þessari önn, það er líklega ef því það er enginn málfræði núna sem ég þarf að læra. Svo þegar íslenskunni lauk var í gati, þetta er alveg óþolandi dagur, ég er í 4 tímum samtals og þau skiftast akkurat þannig að ég þarf að mæta klukkan 8 og er ekki búin fyrr en klukkan 7. Það er alveg óþolandi, en sem betur fer bý ég rétt hjá þannig ég þarf ekki að hanga upp í skóla, en það er mjög pirrandi hvað það brýtur daginn alveg upp hjá manni. Að lokum fór ég í leiklist, þar var maður sem ég get bara ekki munað hvað heitir að kenna okkur í æfingakennslu held ég, en það tókst bara vel til hjá honum. Reyndar las hann upp ljóð sem hann útskýrði reyndar fyrir okkur, og þá kom í ljós að hann skyldi ekki ljóðið almennilega, hann er greinilega búin að gleyma því sem hann lærði í íslensku 200 eða bara aldrei þurft að lesa snorra-eddu, því hann hafði greinlega ekki fattað að mjöðurinn sem óðinn var að drekka í ljóðinnu sagði kallinn bara að hann hefði 0rðið fullur af, og svo skilgreyndi hann aldrei akkuru óðinn varð allt í einu svona gáfaður, en málið er að hann var greinilga að drekka skáldamjöðurinn, sem gerir fólk allt gáfað. Þannig ljóðið fjallar eginlega um það, að óðinn var að drekka skáldamjöðinn og orðinn geðveikt gáfaður.

Eftir þetta kom ég bara heim, var að pæla í að gera eitthvað skemmtilegt, en það endaði þannig að ég steinsofnaði í sófanum. Og þar sem ég var búin að ákveða að sofa til hálf 10 því það var frí í fyrsta tímanum gekk það eitthvað illa, ég var vöknuð hálf 7 og þegar ég var búinað kúra í 1 og hálfan tíma ákvað ég að drullast framm úr, og getiði hvað, klukkan er 9 núna. Ég trúi ekki að ég hafi klúðrað þessu eina skypti sem ég mátti sofa út, því ég þarf nefnilga að vakna klukkan 8 á hverjum morgni til að fara í skólann.

En ég var að pæla í að setja þennan skemmtilega fyskrétt hérna svo fleyri geti notið hans en ég.

Fiskibollur skornar nyður og sett í fat og settar inn í ofn. Matvinslurjómi heltur í bott með Aromati, Karry, salt og pipar, og svo þykkt með sosu þykki hvítum (passiði að setja ekki of mikið). Þegar þessi karrý só sósa er tilbúin hellið henni yfir fiskipollurnar og látið svo smá ost ofaná ef þið viljið, alls ekki of mikið. Og látið í ofnin við um 200 gráður, þá er rétturinn tilbúinn þegar hitinn er komin vel í gegn (í um 10 mín)

Thursday, March 16, 2006

Skemmtilegur dagur

Gær dagurinn var bara ágætlega fínn dagur.
Ég vaknaði til að fara í skólann klukkan 8 eins og ævinlega. Fyrst fór ég í tíma í MHL103 og lærði meðal annars að búa til þetta skemmtilega blogg, þar sem ég á víst að blogga í viku. En í tímanum kláraði ég líka index síðuna mína, ég var ekki nógu ánægð með fyrri útkomuna.
Svo fór ég í Félagsfræði 103 og það var bara ágætt, við vorum að vinna eitthvað hópverkefni og svo máttum við bara spjalla saman, og svo bara fara, og svo gaf hann okkur frí á föstudaginn því við erum búin með efnið í köflunum sem við erum svo að fara að taka próf í á mánudaginn. Eftir þetta rölti ég heim til mín og fékk mér að borða, auk þéss sem ég var eitthvað að vinna í heimasíðunni minni, þetta er í fyrsta skypti á æfi minni sem mér finnst virkilega gaman í einhverjum tíma, fyrir utan það þegar ég var í íþóttum á kleppjárnsreykjum. En svona er bara lífið, loksins er ég búin að fynna eitthvað sem mér fynst virkilega skemmtilegt að gera, á auðvelt með, og get unnið við í framtíðinni. En það er annað mál.
Svo fór ég í seinustu 3 tímana mína (ég var semsagt í skólanum til klukkan 7) í fatahönnun. Verst hvað ég hef lítið að gera þar, ég er búin að sauma mér 2 kjóla síðan í byrjun vetrarins, og núna bara einhvernveginn er eg uppiskroppa með hugmyndir og á einhvern lítinn pening fyrir efni, þannig ég er einhvernveginn ekkert að gera í þessum tímum. Sem er ekki nógu sniðugt.
Í lok tímans fór ég svo að prenta út öll verkefnin sem ég hef verið að gera í sjónlist, og eins og alltaf bilaði prentarinn þannig ég gat ekki prentað út nokkur blöð, en það er bara svona eins og gengur! Svo fór ég bara heim, var eitthvað að dundast við að bæta heimasðiðuna mina, auk þess sem ég var eitthvað að reyna að fynna eitthvað efni um hann Torfa Agnarsson en hann er ljósmyndari, og ég er að gera verkefni um hann, þar á meðal heimasíðu, í lim203.
En núna hef ég ekkert meira að segja, ætla bara að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt á síðunni minni eða hjá torfa..!