Saturday, March 25, 2006

Algjör hrakfallabálkur!!

Ég veit ekki hvað er hægt að kalla mig, en lánið er ekki alveg að leika við mig.

Ég er búin að öll að hressast og farin að gera svona nánast allt sem mig langar til, reyndar er enþá vont að gera suma hluti eins og að taka og setja í þvottavélina en svona er bara þetta líf. En svo þegar ég er alveg svona líka kát, svaf alveg ágætlega út í morgun, eldaði svo pítsu í hádegismat. Svo skruppum við Bjarni (bróðir minn) til Ella, sem var út í skúr á Sturlu-Reykjum, var víst að fá einhvern bíl á þvílíkt hagstæði verði. Ég lét bjarna út þar, og eftir smá viðveru með þeim skutlaðist ég í borgarnes, eða ég reyndar skutlaðist ekkert, það tekur víst alveg hálftíma akstur. En þegar ég komin í borgarnes og að labba út úr Samkaup, ferðinni var víst heitir í Samkaup að kaupa hárlit því Rúna ætlaði að setja ljósar strípur í mig í kvöld. En svo þegar ég var á leiðinni út, og reyndar til gaman má geta á nákvamlega sama tíma og ég rakst á rúnu missteig í mig líka, þannig að ég féll á gólfið. Ég sem var öll að hressast fékk líka þennan engan smá slink á pakið, og ætlaði aldrei að geta staðið upp, og allt dótið mitt á víð og dreyf um gólfið. Kom þá gamall maður örugglega um áttræðis aldurinn með staf og læti, henti frá sér stafnum, lagðist á fjórar fætur, tókk allt dótið mitt upp og hjálpaði mér á fætur. Mér hefur aldrei liðið jafn asnalega!! og ég komin með þennan líka slatta hausverk, fyrsti dagurinn sem ég ætlaði að sleppa við að taka þessar verkjatöflur alveg, klöngraðist út í bíl og keirði beinustu leið til ömmu, sem ég heima þarna, og tók vænan skamt af verkjatöflum. Beið svo þar, spjallaði aðeins við ömmu og afa, og brunaði svo heim meðan verkjatöflurnar voru enn að virka. Hvurslags óheppni er þetta?
Ég reyndar fór ekki alla leiðina heim til mín, heldur kom ég við á Haukagili, því þar voru Bjarni og Elli, ég var þar í smá tíma, leyfði Bjarna að hafa bílinn, svo hann kæmist heim á eftir og fékk far með ella heim. En þá voru verkjatöflurnar ekki alveg að gera sitt gagn enda um leið og ég kom heim, fekk ég annan skammt, mér sem er alveg mein illa við allar svona töflur, vil helst bara geta slept þeim.
En ég held að ég sé búin að komast að því hvað veldur þessari óheppni minni. Sko sjáiði til, þegar ég var á hestbaki á sunnudaginn var, þá datt ég líka svona illa, þá var ég með henni rúni minni. Svo áðan þegar ég datt, var það á nákvamlega sama tíma og ég sá hana Rúnu. Svo í gær, þá vorum við Bjarni að keira fram á haukagil, hann á willysnum og ég á suparonum, ég þurfti að fara með, svona til vara ef eitthvað skildi koma uppá, eða ef willysinn ætlaði eitthvað að bila, svo Bjarni yrði ekki bara einn einhverstaðar á leiðinni. Svo bilaði stýrisbúnaðurinn hjá honum á leiðinni, og hann keyrði útaf, reyndar alveg á besta stað, en það er alveg sama, bara mjög heppin að velta ekki bílnum og slasa sig. En þannig er að þetta var þarna rétt hjá þar sem Rúna á heima, og hún sá þetta, (hefur liklega ekki farið fram hjá henni þessi líka þvíliku vélarhljóð í bílnum). Þannig ég er nokkuð viss um að það sé hún Rúna mín sem er sökudólgurinn af allri þessari óheppni..:) nei nei segi svona, eða ég vona allavega ekki, því hún er að fara að lita á mér hárið á eftir og það er eins gott að það takist vel.!

Hef eitthvað lítið meira að segja, ætla bara að fara að slappa af.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

yo niggahhhhhhhh wazzzzzup:P

2:40 AM  

Post a Comment

<< Home