Friday, March 17, 2006

..:)

Fimmtudagurinn gekk afar venjulega fyrir sig.
Ég vaknaði klukkan 8 og hélt af stað í Lim203, gerði index síðu um Torfa Agnarsson því við erum að fjalla um hann. Eftir það fór ég heim, því ég er víst í löngu gati frá 9:30 til 13:20.
Ég eiddi þessu gati mínu í ekki neitt. Hékk bara heima að dútlast eitthvað við tölvuna.
Ég reyndar bjó til svolítið góðan mat í hádeginu, ég er reyndar ekki mikið hrifin af fiski en þetta var ágætt og fljótlegt. Ég og bróðir minn erum nefnilega bæði úr sveitaskóla og erum vön að fá alltaf bara heitan mat í hádeginu ólíkt flestum reykvíkingum. Þannig við förum alltaf heim í hádegismatnum og eldum mat, sem getur reyndar verið ervitt því við höfum aðeins 40 mín. í mat, en það þýðir bara að vera vel skipulagður.

Eftir þenann gómsæta fiskrétt fór ég í íslensku það var alveg ágætt, vitiði ég held ég mér sé farið að fynnast bara ekkert leiðinilegt í skólanum núna, mér fanst svo oft leiðinlegt í grunskóla, og í fyrra í ensku, en ég hef bara ekki fundið fyrir þvi á þessari önn, það er líklega ef því það er enginn málfræði núna sem ég þarf að læra. Svo þegar íslenskunni lauk var í gati, þetta er alveg óþolandi dagur, ég er í 4 tímum samtals og þau skiftast akkurat þannig að ég þarf að mæta klukkan 8 og er ekki búin fyrr en klukkan 7. Það er alveg óþolandi, en sem betur fer bý ég rétt hjá þannig ég þarf ekki að hanga upp í skóla, en það er mjög pirrandi hvað það brýtur daginn alveg upp hjá manni. Að lokum fór ég í leiklist, þar var maður sem ég get bara ekki munað hvað heitir að kenna okkur í æfingakennslu held ég, en það tókst bara vel til hjá honum. Reyndar las hann upp ljóð sem hann útskýrði reyndar fyrir okkur, og þá kom í ljós að hann skyldi ekki ljóðið almennilega, hann er greinilega búin að gleyma því sem hann lærði í íslensku 200 eða bara aldrei þurft að lesa snorra-eddu, því hann hafði greinlega ekki fattað að mjöðurinn sem óðinn var að drekka í ljóðinnu sagði kallinn bara að hann hefði 0rðið fullur af, og svo skilgreyndi hann aldrei akkuru óðinn varð allt í einu svona gáfaður, en málið er að hann var greinilga að drekka skáldamjöðurinn, sem gerir fólk allt gáfað. Þannig ljóðið fjallar eginlega um það, að óðinn var að drekka skáldamjöðinn og orðinn geðveikt gáfaður.

Eftir þetta kom ég bara heim, var að pæla í að gera eitthvað skemmtilegt, en það endaði þannig að ég steinsofnaði í sófanum. Og þar sem ég var búin að ákveða að sofa til hálf 10 því það var frí í fyrsta tímanum gekk það eitthvað illa, ég var vöknuð hálf 7 og þegar ég var búinað kúra í 1 og hálfan tíma ákvað ég að drullast framm úr, og getiði hvað, klukkan er 9 núna. Ég trúi ekki að ég hafi klúðrað þessu eina skypti sem ég mátti sofa út, því ég þarf nefnilga að vakna klukkan 8 á hverjum morgni til að fara í skólann.

En ég var að pæla í að setja þennan skemmtilega fyskrétt hérna svo fleyri geti notið hans en ég.

Fiskibollur skornar nyður og sett í fat og settar inn í ofn. Matvinslurjómi heltur í bott með Aromati, Karry, salt og pipar, og svo þykkt með sosu þykki hvítum (passiði að setja ekki of mikið). Þegar þessi karrý só sósa er tilbúin hellið henni yfir fiskipollurnar og látið svo smá ost ofaná ef þið viljið, alls ekki of mikið. Og látið í ofnin við um 200 gráður, þá er rétturinn tilbúinn þegar hitinn er komin vel í gegn (í um 10 mín)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home