Monday, March 20, 2006

Helgin..!

Þetta var ansi hreint mögnuð helgi, þótt hún hafi kanski endað illa og ég ligg hérna hálf lömuð og skökk í rúminu mínu upp í sveit á mánudegi klukkan 3.

Á föstudeginum fór ég strax eftir skóla heim upp í sveit, kom reyndar við hjá ömmu í borgarnesi, og hjá Ástu (konu Andrésar bróðir mömmu) og fékk hjá henni lánaða hvíta skyrtu því ég var að fara að vinna upp á hóteli daginn eftir.
Svo kom ég heim, gerði mig til fyrir góugleðina sem var um kvöldið. Ég var víst búin að bjóðast til að vera driver fyrir hauk, sem er kanski alveg fullkomlega eðlilegt þar sem hann er kærasti minn og ég drekk ekki. En ég fór því upp á skáney þegar ég var búin að taka mig til, og sótti hauk, fór þaðan til krilla, sem er vinur okkar, því þar var smá samkoma fyrir góugleðina. Við héldum svo á góugleði sem var haldin eins og alltaf í brúarási, og Ingimundur gamli körufboltaþjálfarinn minn bættist við sem farðegi í bílinn minn. Það var hörku stuð á góugleði og svakalega góður matur, og má hann jonni egia það að hann er afbragðs kokkur. Eftir matinn
var svo dansað til klukkan 3 og ég tók nokkra dansa við pabba og afa, og nátturulega einhverja fleyri í sveitinni.
En skemmtunin var fljót að líða eins og alltaf þegar er gaman og við haukur vorum komin á skáney og farin að sofa um 4 leitið.
Morguninn eftir tókum við því bara rólega, fengum okkur að borða eftir að haukur kom inn úr hesthúsinu, og spjölluðum við svo við Birnu og Bjarna (foreldra hauks) til klukkan 3 en þá var von á hóp frá einhverju hestafélagi sem var að koma að skoða hesta. Við 4 fórum öll út og allir heilsuðu okkur, það var reyndar soldið asnalegt að standa þarna í flíspeysu frá skáney, og taka í hendina á öllu fólkinu, og reyna að úskýra fyrir þeim að ég ætti ekki heima hérna, heldur væri bara kærasta hauks, en sumir vildu ekki trúa því eins og gengur, því hann er víst nokkrum árum eldri.
Eftir að haukur var búin að sýna hestana sína, og fara á bak á nokkrum, og fór meira að segja á bak á Soloni sínum (sem er einn besti graðhestur landsins) ekki ónýtt að sjá svona myndarlegan mann á svona fallegum hesti. Þegar rútan var farin skelltum við haukur okkur á bak og riðum fram að þjóðavegi og aftur til baka, það var ágætur reiðtúr. Villa systir hauks hafði verið komin heim þegar við komum inn úr hesthúsinu og hafði keypt snúða og eitthvað, sem var ekki ónýtt, og gerðum við góð skil á þeim eftir allt þetta bras. En nú var klukkan farin að ganga 7 og ég þurfti að fara heim í sturtu því ég var víst að fara að vinna á hótelinu, og var búin að lofa að mæta 7. Ég var búin frekar snemma að þjóna, og um 12 leitið var búið að ganga frá öllu og ég fékk að fara heim, enda má ég ekki vera á barnum aðeins 17 ára gömul. Ég hélt því aftur upp á skáney og gisti þar, þótt ég vissi að haukur þurfti að vakna snemma. Enda gerði hann það en ég svaf aðeins lengur. Ég var komin heim til mín á hýrumel um klukkan 10 en haukur þurfti að vakna snemma til að fara að keppa í bridge út á skaga. Ég fór heim, fékk mér að borða, reyndi að læra aðeins en lagði mig síðan.
Um klukkan 4 hálf 5 fékk ég sms um það að rúna væri að fara á hestbak, og spurði mig hvort ég vildi ekki koma með. Ég gat ekki neitað því og var komin út í hesthús klukkan 5. Það gekk ekki betur en svo að þegar ég var rétt komin á bak, (um leið og eg settist á hestinn) byrjaði hesturinn að hrekkja, og skvetti 2 sinnum, og í annað skyptið flaug ég af. Ég átti virkilega erfitt með að standa upp og hreyfa mig og með talsverðum erfiðleikum og einni einni auka menneskju (Brindís koma að hjálpa okkur rúnu) tókst að koma mér inn í bíl og keira mig heim (við fórum á bak á sigmundarstöðum) þar var hringt í lækni og hann vildi fá mig í borgarnes. Ég get sagt ykkur það að sú ferð er ein sú versta sem ég hef farið, vegurinn í borgarfirði er nú ekki alveg sá besti í heimi, og þegar maður er að drepast í mjóhrygg og mjöðm er ekkert grín að keira í pomsum. Læknirinn í borgarnesi sendi mig með sjúkrabíl til reykjavíkur og mamma fylgdi með á eftir á bílnum sínum. Þetta gekk allt vel þarna á fossvogi, og var ég komin úr myndatöku um 9 leitið. ég var ekki brotin, sem betur fer, heldur illa tognuð á baki og mjöðm og mjög bólgin. Ég fékk eitthvað þvílíkt bólgueyðandi og verkjastillandi lyf beint í vöðva og var eins og uppdópuð á leiðinni heim. Ég þessi manneskja sem hef aldrei smakkað áfengi né nokkurskonar vímugjafa var alveg á rassgatinu. En það var ágætt, ég steinsofnaði í bílnum á leiðinni heim, og gat alveg sofið til klukkan 12 í dag. Núna held ég mér gangandi á verkjalifum. Ég er talsvert betri í mjöðminni, ekki nærri jafn hölt og í gær, en bakið er heldur verra, enda búið að styrna upp.

Ég vona bara að ég geti farið að hreyfa mig eitthvað bráðum, hundleðinlegt að vera svona föst. En ég hef eitthvað lítið að segja, býst ekki við því að koma í bæinn neitt alveg strax, allavega ekki fyrr en ég er farin að geta hreyft mig almennilega.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

reported almost all people pay off their particular financial loans promptly plus with no problems
A top financial debt charitable organisation can expect may be many people turning to all of them just for benefit over fast cash advance bad debts so that you can 2 bottle this kind of. bill good cause says all-around used all the near future, excessive fascination fiscal loans this season. This charitable states that four years previously the sheer numbers of customers with them has been unimportant.
kredyt przez internet ge
pożyczki prywatne
kredyt bez bik bydgoszcz
pożyczki prywatne poznań
http://kredytybezbiku.biz.pl

http://pozyczkanadowod24.net.pl
http://szybkapozyczkabezbik.org.pl
http://kredytybezbiku.biz.pl

10:12 PM  

Post a Comment

<< Home