Thursday, March 23, 2006

öll að ná mér!

Jæja það er komin fimmtudagur..

Fyrir 10 sek. sagði ég svona upphátt, "vá mér líður eins og að hafa komið á 15 tíma vakt í bakinu" og mamma nátturulega þurfti að miskilja það. Hún byrjað að stríða mér á því að nóttin hjá okkur hauki hefur greinilega verið skemmtileg. Ég fór nefnilega í gærkveldi í heimsókn á Skáney, og kom ekkert til baka fyrr en eftir morgunmat, og skemmtilegt spjall við Birnu og Bjarna (foreldra Hauks). Ég kom heim, skellti mér í sturtu og fór út í mötuneiti að borða. Eftir það kom fór ég að læra, og var að læra í nokkra klukkutíma. Skellti mér svo í smá biltúr með Guðbjörgu í Borgarnes að taka bensín, og tókum við svo Bjarna með heim, en hann var víst í einhverju ferðalagi með Kristni kennara, en þeir eru svo góðir vinir.
Eftir það kom ég heim, og var svona nett þreitt í bakinu, auk þess sem ég reyndi að læra eitthvað. Svo um 9 leitið fór ég upp á kleppjárnsreyki að sækja Andrés litla bróðir minn en hann var á einhverri æfingu, og Herdís Ásta fékk far með okkur heim til sín, en hún á heima á næsta bæ.
Ég get alveg sagt það ég svaf alveg ágætlega, og svaf bara hjá hauki í nótt, en er búin að vera ansi dugleg við að hreyfa mig eins og ég á að gera, en þótt ég hafi ekki gert mikið nema að læra heima, og skutlast þetta aðeins í borgarnes, reyndar bara framm og til baka, þá er ég sko að drepast úr þreitu og vanlíðan. Ég skil þetta ekki, mér sem er sagt að því meira sem ég geri því betur á mér að líða, en svona er þetta bara. Bjarni talar ekki um annað en að fyrst ég er svona hress akkuru ég skelli mér ekki bara í skólann, vesta er að þetta er fyrsti dagurinn sem ég er svona hress, samt er ég sko gjörsamlega búin, þótt ég hafi sofið út í morgun, og gert ekkert mikið nema legið uppi í sófa að læra og taka því rólega. Ég veit ekki hvernig ég hefði verið ef ég hefði mætt í skólann klukkan 8 og komið heim klukkan 7 eins og fimmtudagar eru hjá mér. þá væri ég líklega bara dauð, auk þess sem leiklist er bara íþróttir, og ég má hvort sem er ekki fara í íþróttir. En það er betra að ná mér bara alveg, ég er ekkert að bitna á því að mæta ekki í skólann. Ég hef líka verið ansi dugleg að læra, og búin að gera allt sem á að gera í mhl, veit reyndar ekkert hvað þau eru búin að gera í sjl, en ég er alveg inni í lim verkefninu þannig það bitnar ekkert á forföllum mínum.
En ég ætla að taka úr vélinni fyrst mamma var að biðja mig um það, og skríða síðan bara upp í rúm, þetta er fyrsti dagurinn sem ég legg mig ekkert á síðan ég meiddi mig, þannig það er kanski ekki skrítið þótt ég sé alveg búin núna um hálf 11.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home