Wednesday, March 22, 2006

rúmliggjandi

Ég get sagt ykkur það, að það að lyggja í rúminu í marga daga er það leiðilegasta sem hægt er að gera.!
Ég er samt öll að hressast, er nánast alveg hætt að vera hölt á vinstri fæti, þótt bakið sé heldur að versna, ég vona samt að það sé bara vegna þess að bólgan er að hjaðna. Ég lyfi á parkotín og eitthvað sem byrjar á V en það er bólgueiðandi. Samt soldið böggandi hvað ég fæ í magann af því, ég er nú ekki beint með mikla matarlyst fyrir.
Ég er búin að vera að hreyfa mig alltof lítið, sérstaklega í gær, og búin að vera dugleg að leggja mig. En ég fór samt á spilavist í gærkveldið, og getiði hvað, hann Haukur minn Bjarnasson vann.! Aldrei hefði ég trúað því á hann, en þetta var 3 dagurinn í röð sem hann tekur upp spil, þannig kanski ekki skrítið þótt vel gangi einu sinni. Það var alveg rosalega gaman á spilavist, og ágætt að hitta svona mikið af fólki sem maður hefur ekki séð lengi, og líka bara aðeins til að viðra sig, ég hef verið svo einangruð upp á síðkastið upp í rumi, eða bara ein heima, það eru nátturulega allir í skólanum, nema pabbi, jújú ég heiri svosem í honum hérna inni alltaf talandi í símann. Reyndar vaknaði ég líka við það að pabbi var í hörkusamræðum við símtólið hérna í morgun, vá hvað ég var pirruð, svo leið mér ekkert alltof vel í hausnum og bakinu í þokkabót, þannig ég náði bara í tölvuna mína framm, lokaði mig inni í hjónaherbergi og lagðist í rúmið hans pabba, og byrjaði að reyna að læra eitthvað. Ég er reyndar mjög heppin að vera á þessari braut fyrst ég var að lenda í þessu slisi, ég get nefnilega gert alveg ótrúlega margt bara heima við. Ég þarf reyndar að redda mér e-maili hjá nokkrum kennurum, svo ég geti fengið að vita hvað eigi að gera, ég treysti mér nefnilega ekki til að komaí skólann á mánudaginn og vita bara ekki neitt. Ég er t.d. búin að gera flest verkefnin í mhl sem við eigumað gera, nema þetta próf í dreamweaver en ég tek það þá bara á mánudaginn.
Ég nenni eginlega ekki að skrifa neitt meira, hef eginlega ekkert gert, nema jú ég haltraðist við að strauja skirtuna sem ég fékk að lani hjá frænku minni, ég verð víst að fara að gera mér ferð í borgarnes til að skila henni. Ég lofaði að skila henni á sunnudaginn þegar ég átti leið þar fram hjá, en eina ferðin í borgarnes það kvöldið var heldur leiðinleg ferð, enda endaði ég í reykjavík þá, alls laus, var ekki einu sinni með sko á mér.
En ég hef ekkert meira að segja, þetta er afar innihaldslítið líf hérna sem ég á upp í rúmi þessa vikuna, en ég vonast nú til þess að fara að geta gert eitthvað meira núna næstu dagana.!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home