Thursday, March 16, 2006

Skemmtilegur dagur

Gær dagurinn var bara ágætlega fínn dagur.
Ég vaknaði til að fara í skólann klukkan 8 eins og ævinlega. Fyrst fór ég í tíma í MHL103 og lærði meðal annars að búa til þetta skemmtilega blogg, þar sem ég á víst að blogga í viku. En í tímanum kláraði ég líka index síðuna mína, ég var ekki nógu ánægð með fyrri útkomuna.
Svo fór ég í Félagsfræði 103 og það var bara ágætt, við vorum að vinna eitthvað hópverkefni og svo máttum við bara spjalla saman, og svo bara fara, og svo gaf hann okkur frí á föstudaginn því við erum búin með efnið í köflunum sem við erum svo að fara að taka próf í á mánudaginn. Eftir þetta rölti ég heim til mín og fékk mér að borða, auk þéss sem ég var eitthvað að vinna í heimasíðunni minni, þetta er í fyrsta skypti á æfi minni sem mér finnst virkilega gaman í einhverjum tíma, fyrir utan það þegar ég var í íþóttum á kleppjárnsreykjum. En svona er bara lífið, loksins er ég búin að fynna eitthvað sem mér fynst virkilega skemmtilegt að gera, á auðvelt með, og get unnið við í framtíðinni. En það er annað mál.
Svo fór ég í seinustu 3 tímana mína (ég var semsagt í skólanum til klukkan 7) í fatahönnun. Verst hvað ég hef lítið að gera þar, ég er búin að sauma mér 2 kjóla síðan í byrjun vetrarins, og núna bara einhvernveginn er eg uppiskroppa með hugmyndir og á einhvern lítinn pening fyrir efni, þannig ég er einhvernveginn ekkert að gera í þessum tímum. Sem er ekki nógu sniðugt.
Í lok tímans fór ég svo að prenta út öll verkefnin sem ég hef verið að gera í sjónlist, og eins og alltaf bilaði prentarinn þannig ég gat ekki prentað út nokkur blöð, en það er bara svona eins og gengur! Svo fór ég bara heim, var eitthvað að dundast við að bæta heimasðiðuna mina, auk þess sem ég var eitthvað að reyna að fynna eitthvað efni um hann Torfa Agnarsson en hann er ljósmyndari, og ég er að gera verkefni um hann, þar á meðal heimasíðu, í lim203.
En núna hef ég ekkert meira að segja, ætla bara að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt á síðunni minni eða hjá torfa..!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home